24.5.2009 | 10:37
Áhöfnin á Rosanum sem aldrei edrú sést
til hamingju með þetta tröllvaxna kvikindi, það yljaði mér um hjartarætur og kveikti örlítinn gamlan sjómannsneista þegar ég las þessa frétt. ég man bara að þegar maður var á Barðanum og Bjarti hérna í denn þá voru það svona uppákomur sem gerðu sjómannslífið skemmtilegt fá stóra Beinhákarla,taka það á öðrum hleranum í brjáluðu veðri, allt rifið, og maður má nú ekki gleyma öllum breitingunum sem kallarnir í brúnni voru með í kollinum, maður var alltaf jafn spenntur að sjá kvort virkuðu eða ekki. Það er gaman að segja frá því í dag að maður hafði oft ekki mikla trú á breitingunum en veit það samt í dag að maður veit ekki hvort þær virka nema prófa. þessi tími á sjónum þótti mér alltaf góður ef það var nóg að gera, en mikið rosalega gat sjómenskan verið leiðinleg ef snap var mikið og maður fann ekkert píngjuna þýngjast. Ég ætla bara að enda þessa bloggfærslu á því að óska þeim Barðamönnum til hamingju með gripin ég vona að hann hvílist bara vel á hafsbottni og þið sjómenn sem eruð í þessum barningi allt árið um kring ég óska ykkur til hamingju með sjómannadaginn sem senn líður að. góðar stundir
Fengu risastóran hákarl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er greinilega beinhákarl Frikki.Man eftir einum sem við fengum á Birting NK 119 fyrir ca.25 árum.Stór var hann og sagði Birgir Sigurðsson sem var skipstjóri þá að hann hafði aldrei séð svona stóran beinhákarl áður.Á nú mynd af honum einhverstaðar.
Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 11:30
Komdu sæll Hertoginn á Bjarti NK þessar skepnur eru yfirleitt stórar en í flestum tilfellum rata þær ekki kannski á forsíður blaðana en á ég að þekkja þig og höfum við kannski verið saman á sjó, ef svo er þá erum við búnir að taka þá ófáa saman upp skutrennuna
Friðrik Vigfússon, 24.5.2009 kl. 18:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.